3.12.2018 GSM Mikilvægar dagsetningar í desember

Fimmtudagur 6.des : Skreytingadagur. Kennt fyrstu tvo tímana. Bekkurinn skreytir stofuna sína og glugga í skólanum.

Mánudagur 10 des : Félagsvist. Nemendur fá kakó og smákökur í kaffinu og spila svo félagsvist í 3,4, og 5 tíma. Annars venjulegur skóladagur

Miðvikudagur 12.des. : Jólaball 19:30-22:00

Þriðjudagur 18.des : Jólabíó. Mæting 9:00. Hefur verið jólahefð hjá okkur að nemendur labba í Laugarásbíó. Skóla lýkur þegar myndin er búin.

Fimmtudagur 20.des : Jólaskemmtun. Mæting 9:00. Skemmtun inn á sal og notaleg stund með bekknum á eftir.Lesa
30.11.2018 Búið er að draga í bókamerkjahappdrættinu Vinningsnúmerin eru:

15 181 645 827 982 1228
38 185 681 876 1032 1350
95 387 746 881 1094 1362
138 461 753 898 1116 1415
167 625 810 939 1209 1420
Vinningarnir eru afhentir á skrifstofu skólans.


Lesa
23.11.2018 Starfsdagur Föstudaginn 23. nóvember er starfsdagur í Réttarholtsskóla.

Lesa
16.11.2018 Réttó réttir hjálparhönd

Réttó réttir hjálparhönd, góðgerðardagurinn okkar, gekk mjög vel og í ár styrkjum við "Frú Ragnheiði". Nemendur fengu frábæra fræðslu frá Frú Ragnheiði. Lesa
5.11.2018 Dagur gegn einelti Líkt og undanfarin ár hafa leik- og grunnskólar, frístundaheimili og frístundamiðstöðvar notað 8. nóvember til að beina athyglinni að því alvarlega ofbeldi sem einelti er.  Því miður hafa allt of mörg börn þurft að þola meiðandi, særandi og niðurlægjandi hegðun af hendi annarra sem valda þeim vanlíðan, jafnvel árum saman. Það er eitt mikilvægasta viðfangsefni okkar að taka á þessum vanda og tryggja öllum börnum öruggt og þroskavænlegt umhverfi.

Lesa
1.11.2018 Læsi í krafti foreldra - 2. nóvember Heimili og Skóli – landssamtök foreldra halda Foreldradaginn árlega og nú í samstarfi við Menntamálastofnun. Viðburðurinn ber yfirskriftina Læsi í krafti foreldra.Lesa
1.11.2018 GSM Verum ástfangin af lífinu – 1. nóvember kl. 20

Minnum á fyrirlesturinn með Þorgrími Þráinssyni.

Foreldrafélagið býður öllum foreldrum á fyrirlestur Þorgríms Þráinssonar: Verum ástfangin af lífinu, fimmtudaginn 1.nóv. kl. 20 í sal Réttarholtsskóla.

Fyrirlesturinn fjallar um það hvað nemendur geta gert til að standa sig í lífinu, bera ábyrgð á sjálfum sér, leggja sig fram, ekki kenna öðrum um, hjálpa öðrum, setja sér markmið og fleira.

Hvetjum alla foreldra til að mæta.Lesa
28.9.2018 GSM Heimkoma frá Skagafirði og Laugum Gert er ráð fyrir að 10.bekkur komi heim um kl. 13:33 og 9.bekkur kl. 13:30Lesa
21.9.2018 GSM Heimkoma frá Laugum Gert er ráð fyrir að 9.bekkur komi heim um kl.13

Lesa
11.9.2018 GSM Kynningarfundur og aðalfundur foreldrafélags Réttarholtsskóla

12. september

Foreldrar nemenda í 8. bekk – kynningarfundur kl. 17.15-18.15.

Aðalfundur foreldrafélagsins kl. 18.15 – 19.

 

Hlökkum til að sjá ykkur öll


Lesa
7.8.2018 LH Skólasetning 2018 Skólasetning í Réttarholtsskóla verður miðvikudaginn 22. ágúst.

Nemendur mæta sem hér segir:


10. bekkur mætir kl. 9

9. bekkur mætir kl. 10

8. bekkur mætir kl. 11

Foreldrar eru að sjálfsögðu hjartanlega velkomnir, í lok skólasetningar verða stundatöflur afhentar og nemendur hitta umsjónarkennarana sína.

Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá 23. ágúst.

Hlökkum til að sjá ykkur í skólanum.


Lesa
6.6.2018 LH Skólaslit 7. júní kl. 9:00 í 8. og 9. bekk Skólaslit í 8. og 9. bekk verða kl. 9:00 fimmtudaginn 7. júní, ekki kl. 10 eins og áður var auglýst.

Kær kveðja úr skólanum.Lesa