Valgreinar fyrir næsta skólaár Nú er komið að því að nemendur í 8. og 9. bekk velji valgreinar og hópa fyrir næsta skólaár. Undir flipanum Nám og kennsla má finna allar helstu upplýsingar.


Nemendur fá sendan tölvupóst á skólanetfangið sitt. Þar verður tengill inn á svæði þar sem valið er slegið inn.


Þriðjudaginn 28. mars kl. 17:30 verður kynning fyrir foreldra á sal skólans, kynning fyrir nemendur verður á skólatíma daginn eftir.