Lokaverkefni

Lokaverkefni 10. bekkjar hefst mánudaginn 15.5.  Allir nemendur 10. bekkjar eiga að mæta á sal kl. 8:30 og þar fá þeir að vita hvaða kennari sér um þeirra hóp. Síðan skipuleggja kennarar og nemendur framhaldið, tímasetningar funda o.þ.h. Það er einkar mikilvægt að byrja að krafti strax á fyrsta degi og nýta tímann vel, en í þessu verkefni geta nemendur sýnt hvað þeir hafa lært á sinni 10 ára grunnskólagöngu.