Dagur heimspekinnar og íslenskrar tungu

Í Réttarholtsskóla stunda um 170 nemendur nám í heimspeki í vetur, kennari er Jóhann Björnsson. Haldið er upp á dag heimspekinnar með sýningu á verkum nemenda, á göngum skólans þar sem nemendur hafa samið og tekið saman fjöldann allan af heimspekilegum spurningum,

Í tilefni dags íslenskrar tungu fengu nemendur skemmtilega heimsókn á mánudaginn, en þá koma í hús skáldin Þórdís Gísladóttir og Atli Sigþórsson betur þekktur sem Kött Grá Pjé og kynntu verk sín.