Réttó réttir hjálparhönd

Í hádeginu í dag fengu fulltrúar Vinjar afhent allt sölufé sem sala bókamerkjanna skilaði í verkefninu ,,Réttó réttir hjálparhönd“.

Vin er athvarf fyrir fólk með geðraskanir, rekið af Rauða krossinum í Reykjavík sem fræðslu- og batasetur sem er opið alla virka daga. Markmiðið er að rjúfa félagslega einangrun, draga úr endurinnlögnum á geðdeildir, efla þekkingu okkar og annarra á málefnum geðsjúkra og skapa umhverfi þar sem gagnkvæm virðing og traust ríkir og tekið er tillit til hvers og eins.

Í ár söfnuðust 525.000 kr og vonandi koma þessir peningar gestum Vinjar að góðum notum í leik og starfi.