Réttó réttir hjálparhönd

Réttó réttir hjálparhönd, góðgerðardagurinn okkar, gekk mjög vel og í ár styrkjum við "Frú Ragnheiði". Nemendur fengu frábæra fræðslu frá Frú Ragnheiði. 


Við höfum ákveðið að síðasti dagur til að skila af sér er á fimmtudaginn 22.nóv. Við drögum svo út 27.nóvember og birtum vinningsnúmerin hér á heimasíðunni. Vinningarnir hafa aldrei verið eins margir og góðir, um 30 vinningar sem nemendaráðið okkar hefur safnað.

Salan fer vel af stað og þá sérstaklega hjá 8.bekk. Við hvetjum alla til að selja hvort sem það er foreldrum, ættingjum eða nágrönnum. Þetta er góður skóli í að leggja sitt að mörkum.