Mikilvægar dagsetningar í desember

Fimmtudagur 6.des : Skreytingadagur. Kennt fyrstu tvo tímana. Bekkurinn skreytir stofuna sína og glugga í skólanum.

Mánudagur 10 des : Félagsvist. Nemendur fá kakó og smákökur í kaffinu og spila svo félagsvist í 3,4, og 5 tíma. Annars venjulegur skóladagur

Miðvikudagur 12.des. : Jólaball 19:30-22:00

Þriðjudagur 18.des : Jólabíó. Mæting 9:00. Hefur verið jólahefð hjá okkur að nemendur labba í Laugarásbíó. Skóla lýkur þegar myndin er búin.

Fimmtudagur 20.des : Jólaskemmtun. Mæting 9:00. Skemmtun inn á sal og notaleg stund með bekknum á eftir.