Fjarvistir nemenda

Fjarvistir nemenda

Forráðamenn skólaskyldra barna bera ábyrgð á að þau sæki skóla. Nemendum ber að mæta stundvíslega í allar kennslustundir, undirbúnir og með nauðsynleg námsgögn.  Vikulega fá þeir foreldrar sem hafa netfang sent yfirlit yfir mætingar barna sinna og munu þeir þá eiga auðvelt með að fylgjast með gangi mála.

Verði misbrestur á mætingum og/eða stundvísi nemenda bregst skólinn við með svofelldum hætti: 

  • Umsjónarkennari áminnir nemanda um að taka sig á.
  • Verði ekki breyting á hefur umsjónarkennari símsamband við foreldra. Undantekningarlaust skal umsjónarkennari hafa samband við foreldra þegar fjarvistir eru orðnar 10 á sömu önninni.
  • Stefni enn í óefni er nemandinn boðaður til fundar við umsjónarkennara ásamt foreldrum sínum. Undantekningarlaust skal slíkur fundur haldinn þegar fjarvistir eru orðnar 20 á sömu önninni. 
  • Ef þörf krefur er málinu vísað til skólastjóra sem leitar lausna í samvinnu við nemendaverndarráð og ráðgjafa þjónustumiðstöðvar. Ef allt um þrýtur er málinu vísað til Barnaverndar Reykjavíkur.