Hlutverk umsj.kennara


 Hlutverk umsjónarkennara

Í lögum um grunnskóla (nr. 91, 2008) er kveðið á um að hlutverk umsjónarkennara sé að fylgjast náið með námi nemenda sinni og þroska, líðan og almennri velferð, leiðbeina þeim í námi og starfi, aðstoða og ráðleggja þeim um persónuleg mál og stuðla að því að efla samstarf skóla og heimila. Í Réttarholtsskóla hafa eftirfarandi verkefni verið falin umsjónarkennurum:

 • Að fylgjast með líðan og námi nemenda sinna.
 • Að skapa góðan bekkjaranda  hjálpa nemendum að móta vinnureglur.
 • Að ræða við nemendur um umgengni í stofum, sal og göngum skólans. Ennfremur um framkomu í ferðalögum og öðrum uppákomum á vegum skólans.
 • Að fylgjast vandlega með mætingum nemenda og grípa til aðgerða eftir því sem þörf krefur.  
 • Að kynna nemendum skólareglur og ræða við þá um líðan, hegðun o.þ.h.
 • Að fylgjast vel með að einstaklingar aðlagist félagahópnum og leita ráðgjafar ef upp kemur einelti (sbr. eineltisáætlun Réttarholtsskóla) eða aðrir erfiðleikar í félagahópnum.
 • Að hafa samband við foreldra vegna málefna einstaklinga.
 • Að leita eftir námsaðstoð eða annarri aðstoð fyrir einstaklinga sem þess þurfa.  Einnig að leita  úrræða til handa nemendum ef á þarf að halda s.s. vísa til sérfræðinga og vísa málefnum einstaklinga eða hópa til nemendaverndarráðs ef á þarf að halda.
 • Að skipuleggja viðtöl við foreldra á foreldradögum og hafa þá tiltækar upplýsingar um nám nemenda í öllum námsgreinum. 
 • Að afla upplýsinga um greiningar og sértæk mál einstakra nemenda og upplýsa aðra starfsmenn, en gæta samt trúnaðar varðandi einkamál.  
 • Að vera málsvari nemenda sinna og eftir atvikum tengiliður milli skólastjórnar, nemenda og foreldra.