Fundargerð 27.nov. 08

Skólaráð

27.nóvember 2008

Fundur hefst kl . 16:20

Mætt eru: Guðmundur Þór Magnússon, Hilmar Hilmarsson, Hrafnhildur Halldórsdóttir, Hrönn Bjarnþórsdóttir, Sigrún Ágústsdóttir, Sigrún Gunnarsdóttir og Þórunn Helgadóttir. Einnig er mættur ritari hópsins Jón Pétur Zimsen.

1.       Hlutverk Skólaráðs.

 Hilmar dreifir gögnum þar sem farið er yfir hlutverk Skólaráðs (sjá fylgiskjal)

 

2.       Framhald funda.  Næstu fundir eru ákveðnir, 14.01. kl. 10:00, 11.03. kl. 10:00, 15.04. kl. 10:00. Boðað verður til fleiri funda ef þurfa þykir.

 

 

3.       9. maður í Skólaráð. Ákveðið var að Hilmar hefði samband við einstakling sem Skólaráð var sammála um að væri heppilegur 9. maður inn í Skólaráð.

 

4.       Sjálfsmat skólans. Hilmar sýnir gögn sem innihalda sjálfmat skólans og bendir á að þau séu aðgengileg á heimasíðu skólans retto.is. Einnig segir Hilmar frá væntanlegu heildarmati Menntasviðs á skólanum.

 

5.       Skólalok 10. bekkjar. Hilmar fer yfir próf í lok apríl og byrjun maí hjá 10. bekk, skólaferðalag að loknum samræmdum könnunarprófum og vorverkefni.

 

6.       Pisa rannsóknin. Jón Pétur minnist á að Pisa rannsóknin fyrir nemendur, fædda 1993, verður 25.03.2009. Þeir námsþættir sem prófað er í eru lesskilningur 60%, náttúrufræði 20% og stærðfræði 20%.

 

7.       Heimasíðan skólans. Hrafnhildi finnst að hressa ætti upp á heimasíðu skólans. Hilmar ætlar að skoða málið.

 

8.       Fjarhagur skólans. Hilmar segir frá því hvernig fjármálakreppan getur haft áhrif á fjárhag skólans.

 

Fundi slitið kl 17:45