Viðbrögð við líkamsárásum

 

Áætlun Réttarholtsskóla um viðbrögð við alvarlegum líkamsárásum

 

Geri einstaklingur í skólanum sig sekan um árás á nemanda eða starfsmann eru viðbrögð skólans sem hér segir:

 

 

·         Skólastjórnendur og umsjónarkennarar þeirra nemenda sem málinu tengjast mynda teymi sem vinnur samkvæmt þessari áætlun.

 

·         Ofbeldisþolandi fær aðhlynningu og aðstandendur hans/hennar eru kallaðir í skólann.

 

·         Allt er gert sem hægt er til að skapa sem skýrasta mynd af málsatvikum.

 

·         Lögregla er kölluð á staðinn ef ástæða þykir til. Nauðsynlegar skýrslur gerðar.

 

·         Árásaraðili og foreldrar hans eru kallaðir sem allra fyrst til skólastjóra og umsjónarkennara þar sem farið er yfir málið.

 

·         Máli árásaraðila vísað til nemendaverndarráðs – nemendaverndarráð tekur ákvörðun um tilkynningu til Barnaverndar.

 

·         Nemendur og kennarar skólans upplýstir um málið.

 

·         Ofbeldisþolanda boðinn stuðningur hjá hjúkrunarfræðingi, námsráðgjafa eða sálfræðingi þjónustumiðstöðvar.

 

·         Ákvarðanir eru teknar um áframhaldandi skólagöngu árásaraðila sem og hugsanleg viðurlög. Viðurlög geta falist í útilokun frá tilteknum viðburðum á vegum skólans, ferðalögum, skemmtunum o. s. frv. sbr. skólareglur. Í öllum tilvikum fer viðkomandi nemandi í viðtal (viðtöl) á þjónustumiðstöð (sbr. samning við Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis).

 

·         Áætlun gerð um aukið eftirlit eða aðrar fyrirbyggjandi aðgerðir sem nauðsynlegar teljast.

 

·         Árásaraðili og þolandi hittast ásamt foreldrum sínum hjá skólastjóra til að afgreiða málin, áður en gerandi byrjar aftur í skólanum.

 

·         Geri starfsmaður við skólann sig sekan um líkamlegt ofbeldi gagnvart nemendum eða samstarfsfólki er málsmeðferð í samræmi við samkomulag Reykjavíkurborgar og stéttarfélaga um réttindi og skyldur starfsmanna.

 

 

24. janúar 2006