Jafnréttis og mannréttindaáætlun

 

 

Inngangur

Allir starfsmenn og nemendur Réttarholtsskóla eiga að njóta jafnréttis. Skólastarf sem einkennist af jafnrétti stuðlar að fjölbreyttara skólastarfi þar sem tekið er tillit til hæfileika hvers og eins, bæði starfsmanna og nemenda.

Kynbundin mismunun er  óheimil á hvaða formi sem er og stefna skólans er að engin mismunun af nokkru tagi skuli líðast sbr. 10. gr. laga nr. 10/2008.

Ábyrgð og stjórnun jafnréttis- og mannréttindamála

Skólastjóri ber ábyrgð á jafnréttis- og mannréttindaráætlun en skipar jafnréttis- og mannréttindanefnd sem sér um endurskoðun og viðhald jafnréttisáætlunar. Í aðgerðaráætlun kemur fram hvernig jafnréttis- og mannréttindaráætlun er viðhaldið, hver/hverjir bera ábyrgð á einstökum þáttum hennar og hvenær þeir skulu unnir.

Jafnréttis- og mannréttindanefnd

Þeir sem sitja í jafnréttis- og mannréttindanefnd eru: Jón Pétur Zimsen skólastjóri, Vilborg Ævarsdóttir skrifstofustjóri og Bryndís Haraldsdóttir kennari.

Starfsmenn

Allir starfsmenn skólans eiga að njóta sambærilegra tækifæra til starfsþróunar og símenntunar. Allir starfsmenn skulu bera ábyrgð á að skapa andrúmsloft laust við fordóma af hvaða tagi sem er. Virða ber rétt starfsmanna til að tjá sig ekki um persónuleg málefni s.s. trúarskoðanir, stjórnmálaskoðanir, kynhneigð og heilsufar.  Þess skal gætt við ráðningar, uppsögn og ákvarðanir um kjör starfsmanna skólans að ómálefnalegum ástæðum sé ekki beitt sem rökum gegn starfsmanni, sbr. grein 1.2 í starfsmannastefnu borgarinnar.

            Störf

Við nýráðningar skal leitast við að halda kynjahlutfalli sem jöfnustu og hæfustu einstaklingarnir ráðnir. Núna eru hlutfall starfsmanna við skólann 60% konur og 40% karlar.

            Hvernig: Gerð verði samantekt á kynjahlutfalli eftir starfsheitum.

            Hver: Skólastjóri/skrifstofustjóri.

            Hvenær: Fyrst 01.01. 2014 og svo þriðja hver ár eftir það.

            Auglýsing starfa

Í samræmi við starfsmannastefnu Reykjavíkurborgar (http://eldri.reykjavik.is/desktopdefault.aspx/tabid-245/5722_view-939/) skulu öll störf auglýst sem þar segir.

Hvernig: Skv. starfsmannastefnu Reykjavíkurborgar.

            Hver: Skólastjóri.

            Hvenær: Þegar við á.

            Endurmenntun

Öllum sem vinna sambærileg störf í skólanum skal standa til boða til jafns, starfsþjálfun og endurmenntun sbr. 20. gr. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008.

Hvernig: Við gerð endurmenntunaráætlunar skal jafnan gætt að starfsmönnum sé ekki mismunað á nokkurn hátt.

            Hver: Skólastjóri.

Hvenær: Við gerð endurmenntunaráætlunar skólans.

Laun

Starfsmenn raðast eftir aldri, reynslu og menntun í launaflokka og þrep.  Með launum er átt við hvers konar þóknun, beina og óbeina hlunnindagreiðslu. Sama gildir um lífeyris-, orlofs- og veikindarétt sem og hvers konar önnur starfskjör eða réttindi sem metin eru, sjá jafnréttislög 2008, 19 gr. Allar launaákvarðanir skulu vera gegnsæjar og málefnalegar.

Hvernig: Skoðaðar eru launagreiðslur til allra starfsmanna, hvort halli á einhvern m.t.t. t.d. yfirvinnu.

Hver: Skólastjóri.

Hvenær: Árlega.

Samræmi á milli starfs- og einkalífs

Mikilvægt er að starfsfólk hafi tækifæri til að sinni skyldum sínum jafnt í einkalífi sem og starfi og að gott jafnvægi sér þar á milli. Reynt er að koma til móts við starfsmenn um sveigjanleika í starfi. Sjá starfsmannastefnu Reykjavíkurborgar http://eldri.reykjavik.is/desktopdefault.aspx/tabid-245/5722_view-939/.

Hvernig: Beiðnir um sveigjanleika eru skoðaðar hver um sig og metnar eftir aðstæðum.

Hver: Skólastjóri.

Hvenær: Þegar við á.

Áreitni af öllu tagi og einelti

Kynferðisleg áreitni og önnur áreitni er með öllu óheimil í skólanum. Vísað er til 17. gr jafnréttislaga um skilgreiningu á kynferðislegri áreitni.  Einelti er algerlega bannað í skólanum. Stuðst er við skilgreiningu eineltist sem Reykjavíkurborg er með http://innri.reykjavik.is/Portaldata/1/Resources/svid_og_deildir/skola-_og_fristundasvid/skjol/Vi_brag_s__tlun_vegna_eineltis_me_al_starfsmanna___sk_la-_og_fr_stundasvi_i_11_10_12_A.pdf.

Hvernig: Leiðbeiningar eru aðgengilegar á heimasíðu skólans http://www.retto.is/retto/page.aspx?id=194.

Hver: Skólastjóri.

Hverær: A.m.k. árlega (í kringum niðurstöður starfsmannakannana borgarinnar) er minnt á heimasíðuna og málin rædd.

Trú og stjórnmál

Í skólanum er komið fram af virðingu og jafnræðis gætt óháð trúar- og stjórnmálaskoðunum. Ástunduð trúarbragða og stjórnmála má ekki trufla starfsemi á vinnustað.

Hvernig: Leiðbeiningar eru að finna á heimasíður Kennarasamband Íslands http://www.ki.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=8143.

Hver: Skólastjóri.

Hvenær: Í upphafi skólaárs.

Nemendur

Allt skipulag náms og starfs með nemendum skal hafa jafnrétti, lýðræðislegt samstarf og umburðarlyndi að leiðarljósi. Þess skal gætt að nemendum sé aldrei mismunað vegna kyns, trúhneigðar eða annarra ómálefnalegra ástæðna.  Kennsla og verkefnaval á að höfða jafnt til drengja og stúlkna. Árlega skal gera kyngreinanlegar kannanir á líðan nemenda í skólanum og viðhorf þeirra til skólastarfsins. Markviss fræðsla um mannréttindi og jafnrétti er hluti af lífsleiknikennslu skólans.

            Fræðsla

Leitast skal við að vinna eftir grunnþáttum aðalnámskrárinnar sem heita ,,Lýðræði og mannréttindi  og Jafnrétti“ bls 19 og 20 í aðalnámskrá grunnskóla.

Hvernig: Fléttað inn í allt nám barnanna (sjá aðalnámskrá bls. 19 og 20).

Hver: Allir starfsmenn skólans.

Hvenær: Alltaf þegar kostur gefst.

Námsgögn

Gæta skal þess að námsgögn halli ekki á neinn hvort sem það er t.d. kynferði, trú eða eitthvað annað ómálefnalegt.

Hvernig: Kennarar nýti sér ekki námsgögn gangrýnislaust. Aðstoðarskólastjóri heldur fundi að hausti þar sem farið er yfir það námsefni sem kennt er.

Hver: Kennarar.

Hvenær: Þegar kennsluefni eru valið.

Náms- og starfsfræðsla

Allir nemendur skulu fá kynningu á möguleikum til framhaldsmenntunar og/eða starfa.  Bent skal á að láta ekki hefðbundna og núverandi kynjaskiptingu ráða náms- eða starfsvali og hvetja nemendur frekar til að ráðast gegn hefðbundnum staðalímyndum.

Hvernig: Tíminn Dagskrá sem er einu sinni í viku hjá 10. bekk er stundum notaður til að kynna hin ýmsu störf og þá eru allir hvattir til að kynna sér málið burt sé frá kyni.  Í lífsleikni í öllum árgöngum er markvisst unnið gegn staðalmyndum kynjanna.

Hver: Kennarar.

Hvenær: Alltaf þegar færi gefst.

Trú og stjórnmál

Í skólanum er komið fram af virðingu og jafnræðis gætt óháð trúar- og stjórnmálaskoðunum nemenda.  Nemendur eiga ekki að vera settir í þá aðstöðu að þurfa að gefa upp trúar-/trúleysis eða stjórnmálaskoðanir sýnar.  Nemendur eiga að vera lausir við innrætingu trúar eða stjórnmálaskoðana. Sjá reglur sem Reykjavíkurborg hefur gefið úr reglur fyrir samskipti trúar- og lífsskoðunarfélaga.

Hvernig: Í lífsleikni, heimspeki. og öllu skólastarfi

Hver: Allir starfsmenn skólans.

Hvenær: Alltaf.

Kynferðisleg og kynbundin áreitni

Nemendur fái fræðslu um kynferðislega áreitni og kynferðislegt ofbeldi. Umræðu skal halda lifandi og nemendum skal ljóst hvert þeir geti leitað ef slík mál koma upp.

Hvernig: Fræðsla um kynþroska, kynlíf og siðferði í samskiptum kynjanna samkvæmt aðalnámskrá og lögum. Í öllum árgöngum í lífsleikni er fræðsla um þessu mál sem og í öllum tímum þegar færi gefst.

Hver: Lífsleiknikennarar, jafningjafræðslan og skólahjúkrunarfræðingur.

Hvenær: Í kennslu í lífsleikni og umsjónartímum.

Samstarf á milli heimila og skóla

Samstarf á milli heimils og skóla á að grundvallast af virðingu og engin ómálefnaleg rök mega útiloka eða hefta aðgang foreldra að samstarfi.  Mikilvægt er að líta á mæður og feður sem jafngild í foreldrasamstarfi.

Hvernig: Í samskiptum við heimilið sé ekki leitað til annars foreldrisins frekar en hins með ómálefnaleg rök að leiðarljósi.

Hver: Starfsmenn skólans.

Hvenær: Þegar við á.

Telji starfsmaður/nemandi á sér brotið samkvæmt þessari áætlun og lausn finnst ekki innan skólans getur viðkomandi leitað til mannauðsdeildar SFS.

Áætlun þessi er endurskoðuð árlega af starfsfólki.

Aðgerðaráætlun fyrir jafnréttis- og mannréttindaáætlun Réttarholtsskóla skólaárið 2015-2016

Tímasetning

Markmið

Aðgerð

Ábyrgð

Lokið

15.10.2015

Umræða í jafnréttis- og mannréttindanefnd

Fundur í jafnréttis- og mannréttindanefnd

Jón Pétur

15.10.2015

15.12.2015

Umræða í jafnréttis- og mannréttindanefnd

Fundur í jafnréttis- og mannréttindanefnd

Jón Pétur

15.12.2015

12.01.2016

Jafnréttis-, mannréttinda- og eineltisfræðsla fyrir alla starfsmenn

Fræðslufundur með sérfræðingi  

Jón Pétur

12.01.2016

01.02.2016

Umræða í jafnréttis- og mannréttindanefnd

Fundur í jafnréttis- og mannréttindanefnd

Jón Pétur

01.02.2016

01.03.2016

Undirbúa  jafnréttis- og mannréttindafræðslu fyrir alla nemendur

Jafnréttis- og mannréttindanefnd fundar með Jóhanni Björnssyni og Bryndísi Haraldsdóttur

Jón Pétur

01.03.2016

01.03-01.04.

Jafnréttis- og mannréttindafræðsla fyrir alla nemendur skólans

Kennsla í lífsleiknitímum

Jóhann og Bryndís

01.04.2015