Fundargerð 13.jan. 09

2. fundur skólaráðs 13. janúar 2009

Fundur hefst kl . 10:00

Mætt eru: Guðmundur Þór Magnússon, Hilmar Hilmarsson, Hrafnhildur Halldórsdóttir, Hrönn Bjarnþórsdóttir, Sigrún Ágústsdóttir, Sigrún Gunnarsdóttir og Þórunn Helgadóttir, Ólafur Þórðarson og Daði Björnsson. Hilmar skirifar fundargerð í fjarveru Jóns Péturs Zimsen.

1.       Farið yfir fundargerð síðasta fundar.

2.       Rætt um árshátíð nemenda. Að því er stefnt að taka tilboði Gullhamra í hátíðarhaldið og reiknað með að hátíðin verði miðvikudaginn 11. mars. Foreldrafélagið, nemendafélagið og skólinn munu leita leiða í sameiningu til að niðurgreiða miðaverð þannig að það verði að hámarki kr. 4.300. Veittur verði 50% afsláttur fyrir 2. systkini frá hverju heimili.

3.       Skólastjóri leggur fram og kynnir nýútkomna reglugerð um skólaráð.

4.       Umræður um fundartíma. Næsti fundur ákveðinn þriðjudaginn 3. mars kl. 15:00 og þarnæsti  miðvikudaginn 15. apríl kl. 16:00.

5.       Rætt um vorferðalag 10. bekkjar. Foreldrafélagið og nemendafélagið munu í sameiningu leita leiða til að fjármagna ferðina að einhverju leyti.

6.       Sigrún Ágústsdóttir námsráðgjafi kynnti niðurstöður úr könnun á líðan og einelti sem fram fór í nóvember. Niðurstöður benda til að einelti sé lítið í skólanum og að nemendum líði langflestum vel í skólanum.

7.       Rætt um námsmat í 10. bekk við skólalok. Reiknað er með að vægi voreinkunnar verði 60-70% og hausteinkunnar 30-40%.

 

Fundi slitið kl. 11:00