Fundargerð 4.mars 09


Fundur í skólaráði 04.03.2009, kl. 15:00.

Mættir:  Daði Björnsson, Hilmar Hilmarsson, Hrönn Bjarnþórsdóttir, Jón Pétur Zimsen,  Jón Svanur Sveinsson, Ólafur Þórðarson, Sigrún Ágústsdóttir, Sigrún Gunnarsdóttir og Þórunn Helgadóttir.

1.       HH fer yfir fundargerð síðasta funda og hún samþykkt.

 

2.       HH kynnir skýrslu um heildarmat á skólastarfi sem fram fór í desember 2008. 

 

Rætt um helstu þætti sem mætt athuga svo sem námsvitund nemenda og markmið og námsmat í ferðakerfinu.

Ákveðið  er að HH sendi foreldrum tölvupóst þar sem athygli verði vakin á að á heimasíðu skólans er skýrsluna hægt að nálgast skýrsluna.

 

3.       Rætt um opinn fund sem Skólaráð á að halda skv. lögum fyrir skólasamfélagið. Hugmyndir komu um að halda fundinn að hausti með því sniði að litlir hópar ræði verði um ýmiss málefni s.s. árshátíð nemenda, samræmd próf ofl.

 

4.       HH kynnir drög að skóladagatali næsta árs, nokkrar umræðu eru um það.

 

 

5.       SG segir frá fjáröflun 10. bekkjar. Kleinusala fer fram 14. mars og verður aftur eftir páska ef vel til tekst þann 14.  Vörutalning í Bónus gekk vel.

 

6.       JPZ segir í stuttu máli frá Pisa rannsókninni sem verðu 25. mars fyrir nemendur í 10. bekk.

 

Fundi slitið kl. 16:00