Móttaka erlendra nemenda

Áætlun um móttöku nemenda með annað móðurmál en íslensku.

 

Við fyrstu komu í skólann fær fjölskyldan afhent innritunarblað og bókaður er tími fyrir móttökuviðtal.

 

Mikilvægt er að sá sem tekur við bókuninni skrái niður nafn nemandans, fæðingarár, þjóðerni, tungumál og símanúmer foreldra til þess að tryggja góðan undirbúning fyrir sjálft móttökuviðtalið.

 

Móttökuviðtal.

 

  1. Á þennan fund mæta auk foreldra og nemandans, skólastjóri, umsjónarkennari, námsverskennari, námsráðgjafi og túlkur sem skólinn útvegar.
  2. Óskað er eftir að foreldrar komi með á þennan fund upplýsingar um skólagöngu barnsins, námsframvindu,námsbækur ef kostur er, heilbrigðis og bólusetningavottorð.
  3. Foreldrar og nemandi eru inntir eftir hinum ýmsu upplýsingum sem telja má að geti skipt máli fyrir nemandann að skólinn  hafi. Þau atriði er á minnisblaði sem skólinn hefur útbúið.
  4. Nemandi og foreldrar eru upplýstir um starfsemi skólans og annað sem nauðsynlegt er fyrir foreldra og nemanda að vita um.
  5. Ákveðin er tímasetning fyrir annað viðtal sem skal fara fram innan tveggja mánaða.

 


Aðlögun

 

Í Réttarholtsskóla er hlutverk umsjónarkennara að undirbúa bekkinn og faggreinakennara til að taka á móti nýjum nemenda og sjá um að styðja nemandann við að kynnast og eignast félaga í skólanum.  Umsjónarkennari fær 2 – 5 nemendur til þess að fylgja nemandanum um skólann og vera honum innan handar.  Umsjónarkennari hvetur foreldra til að efla samskipti sín á milli þátttöku í skólasamfélaginu. Skólinn leggur áherslu á að foreldrar séu í nánu sambandi við skólann og þeir upplýstir um hvernig þeir geta stutt sitt barn og aðstoðað við kynningu á sinni menningu.

 

Við upphaf skólagöngu þarf að meta stöðu nemandans í öllum námsgreinum og aðlaga það námsefni sem verið er að kenna eftir þörfum hvers og eins þannig að nemandinn geti sem mest tekið þátt í almennum kennslustundum.

 

Faggreinakennari sér um það í samvinnu við námsverskennara að námsefni sé við hæfi.

Námsverskennari sér um að nemendur fái auka íslenskukennslu og ef nemandi hefur engan grunn í tungumálinu fara fyrstu tvær vikurnar að mestu leyti fram í námsveri.  Skólinn hvetur foreldra til að leita tiltækra leiða til að nemendur fái markvissa þjálfun í eigin móðurmáli og styður við móðurmálsþjálfun af fremsta megni.