Fundargerð 11.nóv. 2009

Fundur í skólaráði 11.11.2009, kl. 12:30.

Mættir:  Daði Björnsson, Guðmundur Þór Magnússon, Hilmar Hilmarsson, Hrafnhildur Halldórsdóttir, Hrönn Bjarnþórsdóttir, Jón Pétur Zimsen,  Lena K. Lenhardsdóttir og Sigrún Ágústsdóttir

 

1.       HH fer í stuttu máli yfir niðurstöður samræmdra prófa og dreifir upplýsingum sem hann hefur tekið saman um þær. Nokkur umræða og ánægja er með útkomuna. 

 

2.       HH dreifir úrskurði menntamálaráðuneytisins um vettvangsferðir. Umræða um úrskurðinn og rætt hvernig hægt sé að haga ferðum framtíðarinnar.

 

3.       HH dreifir helstu niðurstöðum könnunar sem lögð var fyrir foreldra á Foreldradegi í lok október. Umræða um góðar niðurstöður hennar.

 

4.       Rætt um bréf Mannréttindaskrifstofu borgarinnar varðandi aðskilnað trúmála og skólastarfs.  Umræða.

 

 

Fundi slitið kl. 13:15