Niðurstöður skólaárið 2008-09Skólapúlsinn er spurningakerfi sem miðar að því að veita skólastjórnendum stöðugan aðgang að nýjum upplýsingum um þætti sem tengjast virkni nemenda og líðan þeirra í skólanum og skólaanda. Upplýsingar úr Skólapúlsinum eru mikilvægar heimildir í sjálfsmati skólans.

Skólapúlsinn inniheldur 21 mælikvarða á líðan og virkni nemenda og mánaðarlega eru spurningar lagðar fyrir úrtak úr nemendahópnum. Mikil hagræðing er í notkun kerfisins þar sem úrvinnsla gagnanna og birting er sjálfvirk.

Einn af kostum Skólapúlsins er að hann sýnir samanburð við landsmeðaltal og gefur þannig vísbendingar um hvernig staða mála er í skólanum miðað við aðra skóla.

Hér er samantekt mælinga Skólapúlsins fyrir skólaárið 2008-09.