Fundargerð 4.nóv 2010


Fundargerð Skólaráðs Réttarholtsskóla 4.11.2010

Fundur settur kl 12:30

Mætt eru: Hilmar Hilmarsson, Hrönn Bjarnþórsdóttir, Guðmundur Þór Magnússon, Sigrún Ágústsdóttir, Ása Lind Þorgeirsdóttir, Emil Gauti Friðriksson, Hanna María Geirdal, Kristín Björg Eysteinsdóttir og Jón Pétur Zimsen

HH fer yfir dagskrá fundarins.

HH ræðir um 9. mann í skólaráðið og ráðið ákveður að Elsa Herjólfsdóttir verði 9. maður í ráðinu.

HH dreifir leiðbeinandi reglum um skólaráð og fer yfir þær.

HH fjallar um sjálfsmat skólans og dreifir gögnum því tengdum  til fundarmanna. Umræða.

bendir á að viðhaldi skólans sé ábótavant og margt þurfi að laga. Umræða.

HH fer yfir niðurstöður samræmdra könnunarprófa, meðaltal núna og síðasta árs. Umræður.

ræðir um innritun í framhaldsskóla og óvissuna sem aftur er komin varðandi hana.  Foreldrar í ráðinu eru hlynntir því að kynningar á framhaldsskólum verði fljótlega þrátt fyrir óvissum um innritun.

HH segir í stuttu máli frá fjárhagsáætlun skólans.  Reikna má með einhverjum lækkunum á fjárframlögum til skólans á næsta  ári. 

HH fer yfir starfsáætlun Menntasviðs í stuttu máli og dreifir gögnum, 10 rauðir þræði og 1 grænn. Ráðið er beðið um að kynna sér starfsáætlunina og gera athugasemdir og/eða tillögur varðandi hana. Annar fundur er ákveðin fimmtudaginn 11. 11. kl. 14:00 þar sem unnið verður í tillögum og athugasemdum.

Fundi slitið kl 13:30