Fundargerð 4.febrúar 2011

Skólaráð 4.2. 2011.

Mætt eru:Hilmar Hilmarsson, Hrönn Bjarnþórsdóttir, Ása Lind Þorgeirsdóttir, Kristín Björg Eysteinsdóttir, Guðmundur Þór Magnússon, Hanna María Geirdal, Sigrún Ágústsdóttir og Jón Pétur Zimsen sem skrifar fundargerð

HH kynnir hugmyndir um sameiningu Réttarholtsskóla og Breiðagerðisskóla, umræður.

 

HH fer yfir niðurskurð sem áætlaður er um 9.000.000 kr-10.000.000 kr, hvernig skólinn ætlar að koma til móts við hann.

HH Ræðir Laugaferð og kostnað henni fylgjandi. Foreldrar ákveða hvort þeir séu til búnir að borga alla ferðina. Fundur um málið er 09.02. með foreldrum 8. bekkinga.

 

HH Kynnir skóladagatalið (hafði sent það í tölvupósti) og biður um tillögur um breytingar. Ekki komu fram breytingartillögur.

 

HH óskar eftir ábendingum um starfsáætlun Réttarholtskóla 2011-12. Umræða.

 

JPZ gerir grein fyrir árangri skólans í PISA-rannsókn 2009.

Fundi slitið kl. 14:15.