Fundargerð 26. sept. 2011
Skólaráðsfundur 26. 9. 2011

Fundur í skólaráði Réttarholtsskóla 26. september 2011

Mætt: Guðmundur Þór Magnússon, Hrönn Bjarnþórsdóttir, Sigrún Ágústsdóttir, Emil Gauti Friðriksson, Hilmar Hilmarsson, Ása Lind Þorgeirsdóttir,  Elsa Herjólfsdóttir og Jón Pétur Zimsen sem skrifaði fundargerð. Auk þeirra nemendurnir Lína Dóra Hannesdóttir og Guðfinnur Geirdal.

Fundurinn er haldinn að ósk Framkvæmda- og eignasviðs og komu gestir frá sviðinu á fundinn.

  1. Kynntar voru fyrirætlanir um að fljótlega verði ráðist í endurbætur á lóð skólans. Framkvæmdasvið óskar eftir hugmyndum frá skólanum innan þriggja vikna. Ákveðið að leita til allra nemenda skólans um hugmyndir og skipa síðan í vinnuhóp sem í sitji stjórnendur, fulltrúar starfsmanna, nemenda og foreldra.
  2. Skólastjóri gerði grein fyrir fyrirhugaðri breytingu á skóladagatali í þá veru að starfsdagur sem áætlaður var 20. janúar færist til 22. febrúar. Er það gert til að auðvelda starfsfólki skólans að nýta síðara vetrarleyfið til náms- og kynnisfarar til BNA. Skólaráð gerir ekki athugasemd við þessa breytingu.