Stefna skólans

Stefnumið Réttarholtsskóla

Í störfum sínum leitast starfsfólk Réttarholtsskóla við að tryggja:

 • að öllum líði vel við leik og störf
 • að í starfi skólans sé lögð áhersla á virðingu fyrir einstaklingnum
 • að samskipti allra séu góð og að allir eigi rétt á að koma skoðunum sínum og þörfum á framfæri
 • að allir fái að njóta sín og rækta hæfileika sína
 • að nemendur fái kennslu við sitt hæfi og læri árangursrík vinnubrögð
 • jákvætt félagsstarf unglinganna á ýmsan hátt og undirbúa þá undir virkt og ábyrgt hlutverk í samfélaginu
  gott samstarf milli heimila og skóla


Leiðir

 • Fylgst er með líðan nemenda í skólanum og reynt er að mæta þörfum þeirra eftir því sem kostur er.
 • Lagðar eru fyrir kannanir á líðan nemenda með reglulegu millibili.
 • Markvisst er unnið að því að byggja upp jákvæðan bekkjaranda.
 • Áhersla er lögð á að nemendur fái jákvæða leiðsögn varðandi hegðun og framkomu.
 • Reynt er að hafa menntaða fagkennara í hverju fagi og í 9. og 10. bekk notum við hópakerfií þeim tilgangi að hver nemandi fái kennslu við hæfi.
 • Í 9. og 10. bekk er um fjölbreyttar valgreinar að velja, þannig að allir nemandur ættu að geta fundið greinar sem þeir njóta sín í.
 • Valdir kennarar sinna félagsstarfinu og eru ýmsir viðburðir á hverjum vetri þar sem hæfileikar unglinganna fá að njóta sín. Má þar nefna hæfileikakeppni, spurningakeppni, ræðukeppni, árshátíð og margt fleira. Nemendur skólans eiga einnig kost á fjölbreyttu félags- og tómstundastarfi í félagsmiðstöðinni Bústöðum sem rekin er af ÍTR.
 • Skólinn stuðlar að góðu samstarfi við foreldra á ýmsan hátt, m.a. með fræðslu- og upplýsingafundum. Auk þess er lögð áhersla á góð tengsl umsjónarkennara við foreldra og nemendur bæði með símaviðtölum og einstaklingsviðtölum. Oftast eru nemendur með foreldrum sínum í viðtölum og á fræðslufundum.