Fundargerð 29.11.2011
 

Skólaráðsfundur 29.11.2011 kl. 15:00

Mætt eru: Sigrún Ágústsdóttir, Esla Herjólfsdóttir, Kristín Eysteinsdóttir, Guðfinnur Geirdal, Emil Gauti Friðriksson, Hilmar Hilmarsson, Hrönn Bjarnþórsdóttir, Þórarinn Guðjónsson og Jón Pétur Zimsen.

 

HH          Segir frá að allt bendi til að rekstur skólans verði innan fjárheimilda á árinu 2011.

HH          Segir frá samráðsfundi  um stefnumótun nýstofnaðs Skóla- og frístundasviðs 5. desember þar sem fulltrúar skólans eiga sæti. Fundurinn verður í Laugalækjarskóla kl. 14:00.

HH          Fer yfir samantekt úr foreldrakönnun sem gerð var á foreldradegi 20.10. og kom einkar vel út. Umræður.

HH          Ræðir um niðurstöður samræmdra prófa.  Umræða um að hægt sé að auka kröfur víða og sóknafæri séu mörg.

JPZ         Kynnir forsögn Framkvæmda-og eignasviðs Mannvirkjaskrifstofu  Reykjavíkurborgar um endurbætur á skólalóð Réttarholtsskóla.  Umræður.

HH          Segir frá nýrri aðalnámskrá og fjallar í stuttu máli um helstu breytingar sem þar er að finna. Umræður.

ÞG          Talar um að borgin hyggist falla frá hugmyndum um að Réttarholtsskóli verði forgangsskóli fyrir unglingana í skólahverfi Hvasselitisskóla. HH heldur að málið verði komið á hreint í þessari viku. Umræður.

Fundi slitið kl. 16:00