Fundargerð 18. apríl 2012

Fundur í skólaráði 18.4.2012 kl:15:15

Mætt eru: Hilmar Hilmarsson, Sigrún Ágæustsdóttir, Hrönn Bjarnþórsdóttir, Sólveig Gyða Jónsdóttir, Emil Gauti Friðriksson, Guðfinnur Geirdal, Elsa Herjólfsdóttir Skogland, Kristín Björg Eysteinsdóttir, Ása Lind Þorgeirsdóttir og Jón Pétur Zimsen (fundarritari).

HH fer yfir skóladagatal. Umræður og dagatalið samþykkt.

HH fjallar um starfsáætlun. Umræður og starfsáætlun samþykkt.

HH fjallar um vinnustaðagreiningu Réttarholtsskóla. Umræður um ágætan árangur og stefnt að því að gera enn betur næst.

Ása spyr um lóðina. JPZ fer stuttlega yfir hver fyrsti áfangi vinnunnar sé, þ.e. portið, og fyrir framan íþróttahús. Þessi fyrsti áfangi á að klárast í sumar.

HH ræðir fjáröflun fyrir Laugaferð næsta haust. Ása segir að tvær fjáraflanir verði næsta haust og segir að hefðbundið se að um 20% taki þátt.

Fundi slitið kl. 16:15