Fundargerð 4.febrúar 2013

Fundur í skólaráði kl. 15:00 4.2.2013

Mætt voru: Hilmar Hilmarsson, Sólveig  Gyða Jónsdóttir, Haukur Dór Bragason, Hrönn Bjarnþórsdóttir, Sara Sólrún Aðalsteinsdóttir, Einar Baldvin Baldvinsson., Þórarinn Guðjónsson , Elsa Herjólfsdóttir og Jón Pétur Zimsen sem skrifaði fundargerð.

HH Ræðir um drög að starfsáætlun næsta skólaárs. Fáeinar ábendingar komu fram. HH skoðar málin.

HH fer yfir skóladagatalið og það er rætt.

HH vekur máls á viðmiðunarstundarskrá í nýrri aðalnámskrá. Umræður um nokkrar leiðir sem skólinn gæti farið m.t.t. námskrárinnar.

HH segir frá niðurstöðum Skólapúlsins en þær voru einkar ánægjulegar.

JPZ fer stuttlega yfir niðurstöður eineltiskönnunnar sem gerð var í desember. Þar kom fram að einelti hefur aðeins aukist eða frá 3% í 4,9%.

Fundi slitið kl. 16:00