Fundargerð 23.október 2014

Skólaráðsfundur 23.10.2014 kl. 15:00

Mætt eru: Vilhjálmur Stefánsson, Anna María Birgisdóttir, Ásta Ólafsdóttir, Bryndís Haraldsdóttir,Ólöf Finnsdóttir, Bergur Bergsson, Hilmar Hilmarsson og Jón Pétur Zimsen sem skrifaði fundargerð.

HH kynnir kennsluáætlanir. Umræður, ánægja með þær og kallað eftir samræmdu útliti með dönsku og íslensku sem fyrirmyndir.

HH ræðir um skólabrag og aðkomu nemenda, starfsmanna og foreldra að vinnu við skilgreiningu jákvæðs skólabrags. Umræður um að umsjónarkennarar ræði við hópinn sinn, foreldrafélagið ræði saman og starfsmannahópurinn ræði saman.

Umræða um nýtt kerfi fyrir nemendabókhald.

Fundi slitið kl. 16:10