Fundargerð 14. janúar 2015

Skólaráðsfundur 24.01.2015 kl. 15:00

Mætt eru: Vilhjálmur, Anna María Birgisdóttir, Ásta Ólafsdóttir, Bryndís Haraldsdóttir,Hrönn Bjarnþórsdóttir, Bergur Bergsson, Birgitta Ásgrímsdóttir, Björg Jónsdóttir, Hilmar Hilmarsson og Jón Pétur Zimsen sem skrifaði fundargerð.

HH kynnir niðurstöðu Olweusar könnunnar sem gerð var í haust. Þar kemur fram að 1,8% nemenda segjast vera lagðir í einelti sl. 3 mánuði, sem er langt undir landsmeðaltali.

HH fer yfir útkomu samræmdra prófa sem haldin voru í haust. Helstu niðurstöður voru góðar eða í normaldreifðu samhengi (0-60): Íslenska 34,4, enska 34,2 og stærðfræði 33,3.

HH fer yfir PISA niðurstöður árin 2009 og 2012 og segir frá komandi PISAprófum í mars 2015.

HH ræðir aðkomu skólaráðs að auglýsingu um laust starf skólastjóra. Fundur ákveðinn 20.1.2015 kl. 16:00 þar sem Auður Árný Stefánsdóttir frá SFS mætir. Þar fara Auður og skólaráðið saman yfir auglýsinguna eins og reglur gera ráð fyrir.

HH segir frá Austubæjarslaufunni sem haldin verður 6.2. Að þessu sinni er hún með yfirskriftina foreldrasamstarf og aðkoma foreldra að skólastarfi. Tveir foreldrar eiga að mæta, frá foreldrafélaginu og úr skólaráði, einnig eiga stjórnendur að mæta.

Fundi slitið kl. 16:00