Fundargerð 20. janúar 2015

Skólaráðsfundur 20.01.2015 kl. 16:00

Mætt eru: Vilhjálmur Stefánsson, Anna María Birgisdóttir, Bryndís Haraldsdóttir,Hrönn Bjarnþórsdóttir, Bergur Bergsson, Birgitta Ásgrímsdóttir, Björg Jónsdóttir og Hilmar Hilmarsson sem skrifaði fundargerð.

Auður Árný Stefánsdóttir, skrifstofustjóri á Skóla- og frístundasviði kom á fundinn og kynnti reglur um aðkomu skólaráðs að auglýsingu um laust starf skólastjóra. Fram kemur að auglýst verður þann 8. febrúar n.k. og skólaráði gefst vikufrestur frá deginum í dag til að leggja fram hugmyndir að orðalagi auglýsingar.

Ákveðið að funda næst þriðjudaginn 27. janúar kl. 16:00

Fundi slitið kl. 17:00