Forvarnarstefna

Forvarnarstefna

Réttarholtsskóli hefur undanfarið ár unnið að forvarnaráætlun í samstarfi við stofnanir og félagasamtök í hverfinu.  Vinnan við áætlunina mun halda áfram næsta skólaár.  Skólinn hefur sett sér 5 meginmarkmið til að vinna út frá í forvarnarstarfi:
 
1. Vinna gegn vímuefnaneyslu barna á grunnskólaaldri

 • Skólinn og allir starfsmenn hans hafa tekið skýra afstöðu gegn vímuefnaneyslu ungmenna og láta hana í ljósi.
 • Öll neysla vímuefna ávana- og fíkniefna er bönnuð í skólanum.  Ef einhver verður uppvís að slíku eru foreldrar látnir vita.
 •  Ef starfsfólk fær ábendingar um reykingar eða fíkniefnaneyslu nemenda eru foreldrar látnir vita.
 • Skipulögð fræðsla um skaðsemi vímuefna er fastur liður í skólastarfinu.
 • Gestafyrirlesarar eru fengnir til að fjalla um hættur af neyslu tóbaks og vímuefna.  Einnig eru sýndar leiksýningar og aðrir listrænir viðburðir sem tengjast þessu efni.  Þá er farið með nemendur á kvikmyndasýningar í sama skyni og efni myndanna rætt.
 • Reglulegar kannanir eru gerðar á slíkri neyslu unglinga í samvinnu við Félagsmiðstöðina Bústaði.
 • Fræðslufundir eru haldnir árlega fyrir foreldra um forvarnarstarf og hættur samfara vímuefnaneyslu.
 • Nemendur eru hvattir til að vinna að eigin vímu- og tóbaksvarnarstefnu.

2. Hvatning til hollra lífshátta og tómstunda

 • Fjallað er um mikilvægi heilbrigðs lífernis í kennslu, t.d. í íþróttum, líffræði, heimilisfræði og lífsleikni.
 • Áhersla er lögð á almenna þátttöku nemenda í félags- og tómstundastarfi og reynt er að hafa fjölbreytt framboð á viðfangsefnum.

3. Bætt samskipti og vinna gegn einelti

 • Umsjónarkennarar vinna markvisst að því að efla góðan bekkjaranda og byggja upp persónuleg tengsl við nemendur sína.
 • Unnið er að öflugri námsráðgjöf.
 • Tekið er á eineltismálum í samvinnu starfsfólks og foreldra.

4. Samstarf í hverfinu

 • Fulltrúar skólans vinna með fulltrúum stofnana og félagasamtaka í hverfinu og einnig Félagsþjónustunnar í Reykjavíkog Forvarnardeild lögreglu.

5. Foreldrar verði virkir þátttakendur í leik og starfi barna sinna

 • Sameiginlegar skemmtanir og fundir fyrir foreldra og unglinga eru haldnar árlega.
 • Stuðlað er að öflugu starfi bekkjarfulltrúa.