Fundargerð 7.apríl 2015

Skólaráðsfundur 7.apríl. 2015 kl. 15:00

Mætt eru: Vilhjálmur Stefánsson , Anna María Birgisdóttir, Ásta Ólafsdóttir, Bryndís Haraldsdóttir,Hrönn Bjarnþórsdóttir, Birgitta Ásgrímsdóttir,Ólöf Finnsdóttir, Hilmar Hilmarsson og Jón Pétur Zimsen sem skrifaði fundargerð.

Umræða um reglur borgarinnar um  auglýsingar í skólum.  Fulltrúar í skólaráði eru ánægðir með reglurnar og vilja halda þeim óbreyttum.

HH leggur fram tillögu að skóladagatali 2015-16. Samþykkt.

HH ræðir um mögulega breytingu á byrjum skóladags nemenda í skólanum en að nýr skólastjóri þyrfti að leiða það mál.  Umræðu hefur verið í samfélaginu um að byrja seinna.  Nágrannaskólar byrja seinna en Réttarholtsskóli. Umræður um að eðlilegt sé að kanna eigi hug sem flestra í skólasamfélaginu.

HH hefur sent starfsáætlun til fulltrúa skólaráðs og beðið þá um að fara yfir starfsáætlunina og koma með ábendingar ef þörf er á. Starfsáætlun þarf að skila inn fyrir 1.maí.

Ólöf spyr um nýjan einkunnakvarða við útskrift 10. bekkjar, umræður.

HH minnir á að skólaráðið er boðað á fundinn ,,Vó hvað er í gangi“, í Hæðargarði,  miðvikudaginn 15.apríl. á milli 18:00 og 21:00.

Fundi slitið kl. 16:00