Fundargerð 7.maí 2015

Skólaráðsfundur í Réttarholtsskóla 7. maí 2015 kl. 15:30

Mætt voru Ólöf Finnsdóttir, Vilhjálmur Stefánsson, Anna María Birgisdóttir, Bryndís Haraldsdóttir, Hrönn Bjarnþórsdóttir, Hilmar Hilmarsson og Jón Pétur Zimsen sem skrifaði fundargerð.

Rætt var um starfsáætlun skólans fyrir skólaárið 2015-16 sem send hafði verið skólaráðsfulltrúum í fundarboði. Var starfsáætlunin samþykkt með smávægilegum orðalagsbreytingum. 

Þá var rætt um þá hugmynd að seinka skólabyrjun á morgnana. Ákveðið að efna til markvissrar umræðu um það mál í skólasamfélaginu á haustdögum.