Fundargerð 24. nóv. 2015
Fundargerð 24. nóv.

Skólaráðsfundur í Réttarholtsskóla 24. nóv. kl. 15:00.

Mætt voru Margrét Rósa Haraldsdóttir, Unnur Ágústsdóttir, Birgitta Ásgrímsdóttir, Sigrún Ágústsdóttir, Hrönn Bjarnþórsdóttir, Bjarki Hrafn Ingvarsson, Embla Dröfn Óðinsdóttir, Jón Pétur Zimsen og Linda Heiðarsdóttir sem skrifaði fundargerð.

1. Rætt var um skólahverfið og hvaða götur tilheyra Réttarholtsskóla. 129% skil í Réttarholtsskóla. Í fyrsta skipti í ár ekki forgangur hjá Háaleitisskóla-Hvassleiti en allir nemendur sem óskuðu eftir því að komast í skólann þaðan fengu inngöngu. Í ár eru um 400 börn í skólanum og árið í ár það fjölmennasta sem hefur verið, næstu tvö ár svipuð.

2. Rætt um námsmat við lok grunnskóla, innleiðing hefur almennt ekki tekist nógu vel, ósamræmi í framkvæmd milli skóla. Kennarar í Réttholtsskóla hafa breytt sinni nálgun og gefið í bókstöfum og umsögnum.

Unnur spyr um tilgang og tilurð skólaráða og fær svör við því.

3. Rætt um samræmd próf og niðurstöður samræmdra prófa í 10. bekk. Réttarholtsskóli kemur vel út og margir nemendur hafa tekið framförum síðan í 7. bekk.

4. Rætt um byrjun skóladagsins. Borgarstjóri með tilmæli um að ræða í skólaráði. Rætt um hvaða leið yrði farið ef byrjun skóladagsins yrði seinkað. Skiptar skoðanir en verður tekið til umræðu áfram.