Fundargerð 2. mars 2016

Fundargerð 2. mars 

Skólaráðsfundur í Réttarholtsskóla 2. mars kl. 15:00.

Mætt voru Margrét Rósa Haraldsdóttir, Áslaug Björgvinsdóttir, Birgitta Ásgrímsdóttir, Sigrún Ágústsdóttir, Hrönn Bjarnþórsdóttir, Bjarki Hrafn Ingvarsson, Embla Dröfn Óðinsdóttir og Jón Pétur Zimsen

1. Sjálfsmatsskýrsla var kynnt, umræður.


2. Fjárhagsstaða skóla var rædd, þ.e. hvernig árið 2015 endaði og hvernig/hvort niðurskurðarkrafa Reykjavíkurborgar hefði áhrif á skólastarf árið 2016.


3. Rætt var um námsmat við lok grunnskóla og breytingar sem Menntamálastofnun hefur látið vita að verði á tímasetningum samræmdra prófa.


4. Framhaldsumræða um byrjun skóladagsins. Gerð verður leiðbeinandi, rafræn könnun í skólasamfélaginu þar sem boðið er upp á 3 möguleika.

a)    Óbreytt byrjun 8:05

b)    Byrja kl 8:20

c)    Byrja kl. 8:30

Ef skólabyrjun verður breytt þá mun ekkert breytast annað en það að skóladagurinn lengist sem breytingunni nemur.

Fundi slitið kl. 16:10